Wednesday, March 6, 2013

Víkingaklúbburinn Íslandsmeistari skákfélaga 2013!!


Víkingaklúbburinn varð Íslandsmeistari skákfélaga 2012 í 1. deild. Sigurinn var nokkuð öruggur en sveitin fékk 3,5 vinningi meira en Taflfélag Reykjavíkur sem endaði í 2. sæti. Bolvíkingar meistarar síðustu fjögurra ára urðu að sætta sig við þriðja sætið. Skákfélag Akureyrar og b-sveit Bolvíkinga féllu nokkuð örugglega.
Í lokaumferðinni unnu Víkingar Akureyringa örugglega, TR lögðu b-sveit Bolvíkinga á meðan a-sveitin varð að sætta sig við 4-4 jafntefli þar sem Andri Áss Grétarsson gerði sér lítið fyrir og vann stigahæsta skákmann landsins Jóhann Hjartarson í 110 leikja skák. Hjörvar Steinn Grétarsson og Vladimir Baklan tefldu lengstu skák mótsins þegar Hjörvar hélt jafntefli með hrók á móti hróki og biskup.

Lokastaðan í efstu deild:

RankTeamPts.MP
1Víkingaklúbburinn A41½11
2Taflfélag Reykjavíkur A3812
3Taflfélag Bolungarvíkur A36½12
4Taflfélag Vestmannaeyja A34½7
5Goðinn-Mátar A25½7
6Hellir A235
7Skákfélag Akureyrar A172
8Taflfélag Bolungarvíkur B80


B-Víkingaklúbbsins vann 3. deild og Skákfélag Vinjar fylgir þeim upp í 2. deild. Taflfélag Akraness endaði í 3. sæti. B-sveit Taflélags Garðabæjar, C-sveit Taflfélag Vestmannaeyja og d-sveit Goðans-Máta féllu niður í 4. deild


RankTeamMPPts.
1Víkingaklúbburinn B1331
2Vinjar A1027
3Taflfélag Akraness1024½
4Skákfélag Íslands920½
5Taflfélag Reykjavíkur C825
6Taflfélagið Hellir C825
7Skáksamband Austurlands823
8Skákfélag Akureyrar B821
9KR A723
10Skákfélag Selfoss og nágrennis722½
11KR B720
12Goðinn-Mátar C522
13Sf. Sauðárkróks417
14Taflfélag Garðabæjar B414
15Taflfélag Vestmannaeyja C413½
16Goðinn - Mátar D07


Briddfjelagið vann 4. deild en c-sveit Víkingaklúbbsins varð í öðru sæti og Ungmennasamband Borgarfjarðar í því þriðja. Þessi liða hafa öll áunnið sér rétt til að tefla í 3. deild að ári.

Frétt á skák.is hér:
Frétt hér:
Frétt hér:
Frétt hér:
Frétt hér:












No comments:

Post a Comment